Skip to content

Hvað er 354 Esports ?

354Esports er Íslenskt Rafíþróttafélag. 354Esports er einkarekið fyrirtæki með það markmið að ná langt í rafíþróttum á íslandi og á erlendri grundu, einnig hjálpa einstaklingum að komast í sitt besta form þegar að því kemur að spila tölvuleiki. Við erum með einstaklinga á öllum aldri enda eru rafíþróttir fyrir alla. 

354Esports varð til út frá góðum einstaklingum sem eru með brennandi áhuga á að streyma tölvuleikjum, búa til allskonar efni og búa sér til tekjur úr því að vera spila tölvuleiki. Út frá því varð alltaf meira af fólki sem vildi spila með okkur skemmtilega tölvuleiki, þá varð til stærðarinnar discord þjónn og gott tölvuleikja samfélag sem einstaklingar  hafa verið að koma inná til að finna sér einstaklinga til að spila með. 

þetta er svona í stuttu máli hvernig þetta þróaðist í 354Esports.   Hérna er frábær og góður vettvangur fyrir einstaklinga með sömu áhugamál að koma saman og hafa gaman, við bjóðum alla einstaklinga velkomna.

354 Esports Markmið.

Markmið okkar er að byggja upp keppnisliðin okkar til að ná lengra og verða betra í rafíþróttum, koma fólki í keppnishæft ástand og vinna viðburði sem við tökum þátt í. Stækka samfélagið okkar. Búa til rafíþrótta fyrirtæki sem hefur heilsu og áhugamál fólks í algjörum forgang. Verða þekkt á íslenskum og erlendum markaði. Vera algjör fyrirmynd fyrir styrktaraðilana sem standa við bakið á okkur og láta þá finna það að hér sé full alvara og markmið eru sett til að ná þeim. Við viljum byggja upp samfélag þar sem einstaklingar á öllum aldri geta spilað saman.

Við spilum þessa leiki og fleiri, en þú ?